Sala áfengis í Vínbúðum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins dróst saman á nýliðnu ári en samkvæmt sölutölum ÁTVR voru seldar 24 milljónir lítra af áfengi árið 2022. Dróst salan saman um 8,4% á milli ára en 26 milljónir lítra seldust árið 2021.
Lagerbjór er flokkaður sérstaklega og dróst sala á honum saman um 6,5% en í flokknum aðrar bjórtegundir dróst salan saman um 22,9%. Þar var mestur samdráttur en 16,4% samdráttur var í sölu á rauðvíni. Sala dróst saman í öllum helstu söluflokkum en mismikið eftir flokkum. Minnstur samdráttur var í sölu á síder og ávaxtavíni, 3,8%, en þar er minni sala en í flestum öðrum flokkum áfengis.
„Gera má ráð fyrir að ólíkar aðstæður í samfélaginu á samanburðarárunum skýri að einhverju leyti þennan samdrátt í sölu,“ segir í tilkynningunni frá ÁTVR en ekki er farið nánar út í þá sálma.
Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.