Söluskálinn brunninn til kaldra kola

Eins og sést á myndinni stóð húsnæði Sölu- og veitingaskálans …
Eins og sést á myndinni stóð húsnæði Sölu- og veitingaskálans í björtu báli þegar bæjarstjóri Hafnar í Hornafirði ók fram hjá fyrir stuttu. Ljósmynd/Sigurjón Andrésson, birt m. leyfi höfundar af Facebook

Sölu- og þjónustuskálinn á Hörgslandi, skammt austan við Kirkjubæjarklaustur, brann til kaldra kola núna í eftirmiðdaginn.

Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri á Höfn í Hornafirði, var að keyra á svæðinu þegar hann sá húsið standa í björtu báli. Þá voru eigendur hússins búnir að frétta af eldsvoðanum og slökkvilið og lögregla komin á staðinn.

Strekkingsvindur og mildi að ekki fór verr

Tamita Johannsen er rekstrarstjóri Sölu- og þjónustuskálans og var eðlilega mjög brugðið. Slökkviliðið og lögregla voru enn á svæðinu þegar blaðamaður talaði við hana og enn var verið að slökkva elda nálægt húsinu.

„Húsið er gjörónýtt, og ekki góð byrjun á nýju ári,“ segir hún. „Ég vil samt þakka fyrir að engin slys urðu á fólki og að eldurinn barst ekki víðar, en það er strekkingsvindur hérna og þetta hefði getað orðið miklu verra.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka