Þriðjungsfjölgun á myglugreiningum

Nemendur Hagaskóla hafa þurft að leita annað.
Nemendur Hagaskóla hafa þurft að leita annað. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mik­il fjölg­un á raka­skemmd­um og myglu­til­vik­um í hús­um end­ur­spegl­ast í gíf­ur­legri fjölg­un myglu­sveppa­grein­inga hjá Nátt­úru­fræðistofn­un Íslands. Þar voru greind 1.532 sýni á nýliðnu ári sem er 278 sýna fjölg­un frá ár­inu á und­an eða sem nem­ur 22%. Ef fjöld­inn er bor­inn sam­an við árið 2020 sést að þriðjungs­fjölg­un hef­ur orðið. Fleiri rann­sókn­ar­stof­ur greina myglu nú en áður. Þá hef­ur þeim sýn­um, sem send eru á rann­sókn­ar­stofu til Dan­merk­ur til grein­ing­ar, fjölgað þegar mik­ill kúf­ur er í þess­um til­vik­um, eins og var í raun og veru meg­in­hluta síðasta árs.

Verk­fræðistof­ur vinna mest að könn­un á raka­skemmd­um og til­heyr­andi ör­veru­vexti. Nokkr­ar verk­fræðistof­ur veita op­in­ber­um stofn­un­um, fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um þjón­ustu á þessu sviði og eru nokkr­ir starfs­menn ein­göngu við þessi störf hjá að minnsta kosti þrem­ur stof­um. Mest áber­andi hafa verið skóla­bygg­ing­ar í Reykja­vík og víðar en vanda­málið á við miklu fleiri hús. Björn Marteins­son, arki­tekt og verk­fræðing­ur, seg­ir ekki til­vilj­un að op­in­ber­ar bygg­ing­ar kom­ist í frétt­irn­ar vegna myglu. Viðhald hafi verið skorið niður í banka­hrun­inu og nú séu marg­ar op­in­ber­ar bygg­ing­ar að nálg­ast fimm­tugt og komið að miklu viðhaldi.

Sylgja Dögg Sig­ur­jóns­dótt­ir, líf­fræðing­ur hjá Eflu verk­fræðistofu, seg­ir sorg­legt að þurfa sí­fellt að flytja starf­semi í nýj­ar bygg­ing­ar vegna myglu­vanda­mála. Tel­ur hún að huga þurfi bet­ur að þeim mál­um. Björn seg­ir að flókn­ara sé að finna skýr­ing­ar á raka­skemmd­um í nýj­um bygg­ing­um en eldri. Hann seg­ir þó að gerð bygg­inga hér hafi breyst á síðustu 10-15 árum en sum­ar bygg­inga­tækni­leg­ar lausn­ir sem inn­leidd­ar hafi verið henti ekki aðstæðum hér. Þurfi til dæm­is að huga bet­ur að ýms­um frá­gangs­atriðum.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka