Borgaríbúðir fyrir bíllausan lífsstíl

Uppsteypa er langt komin en húsið er við Blóðbankann.
Uppsteypa er langt komin en húsið er við Blóðbankann. Teikning/Snorrahús

Miklar breytingar eru að verða á ásýnd Snorrabrautar í Reykjavík en nú stendur yfir uppbygging tveggja fjölbýlishúsa og verslunarrýma við götuna. Þá er þriðja fjölbýlishúsið áformað á lóð bensínstöðvar ÓB á horni Snorrabrautar og Egilsgötu.

Uppbyggingin er lengst komin á Snorrabraut 62 en atvinnurými á jarðhæð eru komin í sölu. Þá stendur til að hefja sölu 35 íbúða í vor.

Fasteignafélagið Snorrahús byggir húsið. Kristinn Þór Geirsson, framkvæmdastjóri Snorrahúsa ehf., segir félagið m.a. að bíða eftir því að Seðlabankinn aflétti hömlum á lántökur fyrstu kaupenda.

Húsinu fylgja ekki sérmerkt bílastæði. „Þetta er nýja borgarskipulagið en það munu ekki fylgja aukabílastæði með húsinu heldur verður lágmarksfjöldi bílastæða og eru þau nú þegar flest á lóðinni. Verið er að höfða til fólks með bíllausan lífsstíl en við teljum meðal annars að þetta sé mjög heppilegt hús fyrir fólk sem starfar á Landspítalanum og í næsta nágrenni,“ segir Kristinn Þór. Á Snorrabraut 54 er verið að grafa grunn bílakjallara og viðbyggingar við húsið.

Ásgeir J. Guðmundsson, húsasmíðameistari hjá Flotgólfi byggingarverktökum, segir stefnt að því að afhenda íbúðirnar haustið 2024 en þær verða 39 talsins. Þá verða þrjátíu bílastæði í bílakjallaranum. 

Hægt er að lesa umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka