Danskir bændur vilja helst fá lífdýr frá Íslandi

Íslenski minkastofninn er mikið til ættaður frá Danmörku.
Íslenski minkastofninn er mikið til ættaður frá Danmörku. mbl.is/Ómar Óskarsson

Þeir dönsku minkabændur sem nú eru að hugsa sér til hreyfings með að hefja minkarækt að nýju, horfa ekki síst til Íslands með lífdýr. Stofninn hér er talinn góður enda var hann lengi kynbættur með árlegum innflutningi á dönskum kynbótaminkum. Hins vegar er mun dýrara og flóknara að flytja lífdýr frá Íslandi en löndum á meginlandi Evrópu og þess vegna er óvíst hvort verður af útflutningi lífdýra héðan á þessu ári.

Danir voru fremstu ræktendur minks í heiminum og atvinnugreinin umfangsmikil. Eftir að kórónuveirusmit fór að breiðast út á minkabúum og berast í starfsfólk ákváðu stjórnvöld að láta útrýma stofninum. 

Minkarækt hefur verið heimiluð á ný með vissum skilyrðum. Starfsfólk þarf að bera andlitsgrímu við störf sín og láta prófa sig reglulega fyrir kórónuveirunni.

Til stendur að flytja nokkur þúsund minka til landsins. Í fréttum í Danmörku hefur komið fram að von er á lífdýrum frá Noregi, Spáni, Póllandi og Finnlandi en flestum frá Íslandi. 

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka