Efling ræðir gagntilboð um helgina

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samninganefnd Eflingar mun hittast á sunnudaginn og undirbúa gagntilboð sem birt verður Samtökum atvinnulífsins.

Samninganefndirnar funduðu hjá ríkissáttasemjara í dag og birti SA þá Eflingu tilboð.

Ítrekað lýst sinni afstöðu

Sólveig Anna segir tilboð SA vera að mestu byggt á samingi samtakanna við Starfsgreinasambandið, sem náðist rétt fyrir jól. Efling hafi ítrekað tjáð SA að koma þurfi til móts við Eflingu með öðrum hætti en hefur verið gert. 

Segir hún aðspurð að ef ekkert gerist verði viðræðum slitið og málið tekið á næsta stig. 

„En næsta stig er núna að hittast á sunnudaginn,“ segir Sólveig. 

Næsti fundur óákveðinn

Ríkissáttasemjari hefur ekki ákveðið hvenær næst verður fundað. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segir í samtali við mbl.is að ákjósanlegast væri að funda sem fyrst. 

Langstærsti hluti aðila á vinnumarkaðnum sé nú með samning og hafi fengið launahækkanir. 

„Og þar af leiðandi er óheppilegt að ekki hafi enn náðst samningar milli SA og Eflingar, þar sem þetta er stór hópur og almennt ekki á hæstu töxtunum,“ segir Aðalsteinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert