Kallar eftir heilbrigðisstefnu en ekki óskalista

Eggert Eyjólfsson, sérfræðilæknir í bráðalækningum.
Eggert Eyjólfsson, sérfræðilæknir í bráðalækningum. Samsett mynd

Eggert Eyj­ólfs­son, sér­fræðilækn­ir í bráðalækn­ing­um, seg­ir of­urálag, skort á skipu­lagi og framtíðar­sýn vera stærsta vanda­málið á Land­spít­al­an­um. Hann kall­ar eft­ir heil­brigðis­stefnu en ekki óskalista án áætl­un­ar.

Eggert sagði upp störf­um á bráðamót­töku spít­al­ans í sept­em­ber síðastliðnum.

Í sam­tali við mbl.is seg­ist hann munu sakna þess að vinna við það fag sem hann hafi starfað við síðastliðin 15 ár og valið sér sem ævi­starf en fjöl­skyld­an og lík­am­leg og and­leg heilsa séu ein­fald­lega mik­il­væg­ari.

Hann seg­ir vand­ann í heil­brigðis­kerf­inu mik­inn og að ekki sé eðli­legt að fólk bíði sem dæmi í tvo daga á bráðamót­töku með lungna­bólgu þar sem það þurfi nauðsyn­lega súr­efni. 

Vand­inn tvíþætt­ur

Eggert seg­ir vand­ann tvíþætt­an; bráðavanda og skort á framtíðar­sýn. Hann kall­ar eft­ir heil­brigðis­stefnu ann­arri en þeirri sem skrifuð var í tíð Svandís­ar Svavars­dótt­ur, fyrr­um heil­brigðisráðherra, sem líkt­ist frek­ar óskalista en plani um hvernig fram­kvæma ætti hlut­ina.

„Það þarf að hugsa þetta ann­ars veg­ar sem bráðavanda og hins veg­ar heild­stæða sýn til framtíðar. Til þess að leysa bráðavand­ann sem steðjar að okk­ur núna tel ég að það þurfi fyrst og fremst að hækka laun hjúkr­un­ar­fræðinga til þess að fá þá aft­ur til starfa. Það eru fleiri hundruð hjúkr­un­ar­fræðing­ar úti í sam­fé­lag­inu sem vinna ekki við hjúkr­un þar sem þau fá ekki mann­sæm­andi laun fyr­ir það. Ég tel að það myndi leysa stór­an hluta bráðavand­ans.

Það þarf síðan heild­stæða sýn og framtíðarpl­an en við höf­um beðið í 20 ár eft­ir að sjúkra­hús rísi hérna á höfuðborg­ar­svæðinu. Það verður ekki tekið í notk­un fyrr en eft­ir a.m.k. 5-6 ár og fyr­ir mér er ekki hægt að hengja sig á að það muni leysa nokk­urn hlut þar sem þessi viðbygg­ing er of lít­il,“ seg­ir Eggert.

Ekki nóg að bjóða heil­brigðis­starfs­fólki norður­ljós­in

Ekki er hægt að mennta alla lækna hér­lend­is sem vant­ar í heil­brigðis­kerfið og seg­ir Eggert að ef við ætl­um að viðhalda lækn­is­fræðimenntuðu fólki á Íslandi þurfi breyt­ing­ar að eiga sér stað.

„Við þurf­um að átta okk­ur á því að við búum á norður­hjara ver­ald­ar, það er ískalt og myrk­ur og ef þú ætl­ar að laða fólk hingað til vinnu þá er ekki nóg að bjóða norður­ljós­in. Þú þarft að bjóða því sam­keppn­is­hæf laun, kost á hús­næði, al­menni­leg lána­kjör auk þess sem aðrir hag­stjórn­ar­leg­ir hlut­ir sem þurfa að vera í lagi.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert