Flestir útskrifaðir eftir bílslysið

Þyrla Landhelgisgæslunnar hjá Landspítalanum.
Þyrla Landhelgisgæslunnar hjá Landspítalanum. mbl.is/Árni Sæberg

Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, telur að flestir þeirra sem lentu í bílslysinu á Suðurlandsvegi við Öldulón, austan Fagurhólsmýrar, í gær séu útskrifaðir af sjúkrahúsi. Enginn þeirra sem lenti í slysinu er í lífshættu.

Slysið varð þegar tveir bílar sem komu úr gagnstæðri átt skullu saman. Sex erlendir ferðamenn voru þar í jeppa, þar á meðal spænskur bílstjóri, og þrír Íslendingar voru í fólksbíl. Sex voru fluttir á Landspítalann með þyrlum Landhelgisgæslunnar. 

Miklar skemmdir urðu á bílunum tveimur, að sögn Odds.

Oddur Árnason.
Oddur Árnason. mbl.is/Óttar

Rannsókn stendur yfir á tildrögum slyssins en mikil hálka var á svæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert