Fyrsti venjulegi samningafundurinn

Efling og Samtök atvinnulífsins funduðu í húsi ríkissáttasemjara í dag.
Efling og Samtök atvinnulífsins funduðu í húsi ríkissáttasemjara í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að samninganefnd stéttarfélagsins ætli nú að leggjast yfir samningstilboð Samtaka atvinnulífsins en geti ekki betur séð en að engin breyting hafi orðið frá fyrra tilboði.

„Tilboðið er innan kostnaðarramma og meginsamningsins sem þeir hafa gert við SGS. Við skoðum þetta og höldum áfram að ástunda okkar faglegu vinnubrögð. Við höfum verið að funda og höldum áfram að funda í samninganefndinni og munum eins fljótt og við getum komið með viðbrögð við þessu,“ segir Sólveig í samtali við mbl.is.

Ekki verið skipulagður nýr fundur

Erfitt hefur verið að ná samningum á milli Eflingar og Samtaka atvinnulífsins og segir Sólveig Anna að þetta sé fyrsti venjulegi fundurinn sem hafi átt sér stað þeirra á milli. 

„Andrúmsloftið var mögulega álíka og má kannski segja að þetta sé fyrsti fundurinn eins ótrúlegt og það hljómar að það var eitthvað sem hægt væri að kalla venjulegan samningafund átti sér stað,“ segir Sólveig. 

Ekki hefur verið skipulagður nýr fundur með ríkissáttasemjara en Sólveig býst við að samninganefnd Eflingar taki sér tíma til þess að fara yfir samninginn og að fundur verði boðaður strax í kjölfarið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert