Lést eftir útskrift af bráðamóttöku

Maðurinn lést daginn eftir að hann útskrifaðist af bráðamóttöku Landspítalans.
Maðurinn lést daginn eftir að hann útskrifaðist af bráðamóttöku Landspítalans. mbl.is/Árni Sæberg

Karlmaður á sextugsaldri lést í síðustu viku, nokkrum klukkustundum eftir að hann útskrifaðist af bráðamóttöku Landspítalans. 

Þetta staðfestir Andri Ólafsson, upplýsingafulltrúi Landspítalans. Greint var fyrst frá málinu í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins.

Andlátið hefur verið tilkynnt embætti landlæknis og lögreglu og er rannsakað sem alvarlegt atvik. Er það gert í samræmi við verklagsreglur spítalans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert