Lögreglan rannsakar bruna í söluskála

Einungis brunarústir eru eftir þar sem söluskálinn stóð.
Einungis brunarústir eru eftir þar sem söluskálinn stóð. Ljósmynd/Aðsend

Lögreglan á Suðurlandi hefur tekið við vettvangi brunans sem varð í sölu- og þjónustuskálanum á Hörgslandi á Síðu, skammt austan við Kirkjubæjarklaustur, í gær.

Ljósmynd/Aðsend

Að sögn Odds Árnasonar yfirlögregluþjóns lauk slökkvistarfi um áttaleytið í gærkvöldi og var vettvangurinn þá afhentur lögreglu. Unnið verður á vettvangi í dag og er málið í rannsókn, en skálinn brann til kaldra kola. 

Ljósmynd/Aðsend

Fram kom í gær að fyrr um daginn hafði verið reynt að þíða frosnar vatnslagnir í skálanum og eitthvað gæti hafa misfarist við það. Spurður segir Oddur að lögreglan ætli ekki að tjá sig um möguleg eldsupptök.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka