16.000 íbúðir í Reykjavík á næstu tíu árum

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Hermann …
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Hermann Jónsson, forstjóri Húsnæðismálastofnunar, undirrituðu samninginn í dag. Ljósmynd/Birgir Breiðfjörð

Ríkið og Reykja­vík­ur­borg hafa ein­sett sér að byggja 16.000 íbúðir á næstu tíu árum með  hús­næðis­sátt­mála, sem und­ir­ritaður var í ráðherra­bú­staðnum í dag. Stærst­ur hluti þeirra mun rísa í aust­ur­borg­inni.

Á landsvísu er áætlað að byggja 35 þúsund íbúðir á sama tíma­bili sam­kvæmt ramma­samn­ingi rík­is og sveit­ar­fé­laga og verða nýj­ar íbúðir í Reykja­vík því um 45% af þeim fjölda.

Ártúns­höfði er stærsta svæðið í hús­næðisáætl­un Reykja­vík­ur­borg­ar, þar sem mark­miðið er að reisa 6.000 íbúðir en Laug­ar­dal­ur og nær­liggj­andi svæði, Háa­leiti og Bú­staðir og Vatns­mýr­in eru einnig of­ar­lega á blaði.

Tryggja verði lóðir svo hægt sé að byggja

„Þetta skref sem við erum að taka í dag, með að gera þenn­an samn­ing við fyrsta sveit­ar­fé­lagið sem er jafn­metnaðarfullt og raun ber vitni, sýn­ir að verk­efni okk­ar byrj­ar af krafti,“ seg­ir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son innviðaráðherra, sem und­ir­ritaði sátt­mál­ann ásamt Degi Eggerts­syni borg­ar­stjóra og Her­manni Jóns­syni, for­stjóra Hús­næðismála­stofn­un­ar.

„Þetta er til þess að sveit­ar­fé­lög­in tryggi nægi­lega marg­ar lóðir í bygg­ing­ar­hæfu ástandi svo hægt sé að byggja þenn­an fjölda,“ seg­ir hann og bæt­ir við að á móti lofi stjórn­völd  fjár­hags­leg­um stuðningi en einnig að lofa ein­föld­un á reglu­verki, þ.e. skil­virk­ara reglu­verki á skipu­lags- og bygg­ing­ar­sviðinu ásamt öðru.

„Risa­stór áfangi“

Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri tel­ur samn­ing­inn munu fela í sér heil­brigðari hús­næðismarkað á Íslandi til fram­búðar, þar sem fleiri tekju­hóp­ar muni eiga færi á að festa kaup á fast­eign.

„Þetta er gríðarlega mik­il­vægt og risa­stór áfangi. Ég hef lengi talað fyr­ir því að það þyrfti hús­næðis­sátt­mála.  Lang­tíma­sýn með al­vöru lausn­um þar sem verið væri að tryggja stöðugt og gott fram­boð fyr­ir alla tekju­hópa. Það er nálg­un­in,“ seg­ir hann og bæt­ir við: „Mér finnst þetta fela í sér heil­brigðari hús­næðismarkað á Íslandi til fram­búðar.“

Upp­bygg­ing fær­ist aust­ar

Stefnt er að því að byggja allt að 2 þúsund íbúðir á ári á næstu 5 árum eða á meðan verið er að mæta upp­safnaðri þörf og skapa jafn­vægi á hús­næðismarkaði.Mark­miðin taka mið ramma­samn­ingi rík­is og sveit­ar­fé­laga um að byggja þurfi 35 þúsund íbúðir á landsvísu á fyrr­greindu tíma­bili, til að mæta fyr­ir­sjá­an­legri íbúðaþörf.

Ártúns­höfði er stærsta svæðið í hús­næðisáætl­un Reykja­vík­ur­borg­ar, þar sem mark­miðið er að reisa 6.000 íbúðir, Laug­ar­dal­ur og nær­liggj­andi svæði með 3.500 íbúðir, Háa­leiti og Bú­staðir með yfir 2.000 íbúðir og Vatns­mýr­in með tæp­lega 2.200 íbúðir. Þá eru 2.484 íbúðir í bygg­ingu í Reykja­vík, sam­kvæmt hús­næðisáætl­un Reykja­vík­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka