Bygging hótels við Katlavöll í bið

Hótellóðin er rétt hjá nýja golfskálanum sem verið er að …
Hótellóðin er rétt hjá nýja golfskálanum sem verið er að byggja við Katlavöll á Húsavík. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Áform um byggingu nýs hótels við Katlavöll, golfvöllinn við Húsavík, eru komin í bið. Félagið Góð hótel ehf. fékk þar lóð síðastliðið haust. Finnsk samstarfsfyrirtæki hafa hins vegar dregið sig út úr verkefninu.

Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti í september að úthluta Góðum hótelum lóð hjá nýja golfskálanum við Katlavöll undir hótel. Áformað er að reisa þar fimm skála og tveggja hæða hótel að auki, allt úr timbri. Húsin eiga að rúma allt að 60 gistiherbergi auk þjónusturýmis í kjallara.

Friðrik Sigurðsson, athafnamaður frá Húsavík og forsvarsmaður Góðra hótela ehf., segir að unnið hafi verið að undirbúningi og hönnun hótelsins í samræmi við deiliskipulag sem til var vegna fyrri áforma um byggingu hótels á þessum stað. Hann segir að erlendir samstarfsaðilar hafi hætt við þátttöku í uppbyggingunni nú fyrir áramótin, frekar viljað einbeita sér að uppbyggingu í sínu heimalandi, Finnlandi. Þess vegna sé verkefnið komið í bið.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka