Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu héraðssaksóknara um að sakborningarnir fjórir í stóra kókaínmálinu víki úr dómsal á meðan þeir gefa skýrslu í aðalmeðferð málsins.
Úrskurðurinn hefur verið kærður til Landsréttar.
Óskað var eftir þessu til að hinir ákærðu gætu þeir ekki verið viðstaddir skýrslutökur hver yfir öðrum.
Niðurstöðu dómskvadds matsmanns vegna frekari greiningar á kókaíninu sem mennirnir eru ákærðir fyrir að hafa smyglað, þar á meðal á styrkleikanum, er sömuleiðis beðið.
Aðalmeðferð málsins sem átti að hefjast í dag hefur verið frestað ótiltekið af þessum sökum, að sögn Önnu Barböru Andradóttur saksóknara.
Mennirnir eru ákærðir fyrir að hafa reynt að smygla tæplega 100 kg af kókaíni til landsins í timbursendingu.