Tvö nýsköpunarverkefni sem Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins tekur þátt í hafa fengið alls 13 milljónir króna í styrki úr Fléttunni.
Fléttustyrkir eru veittir nýsköpunarfyrirtækjum sem skapað hafa áhugaverðar lausnir til að bæta þjónustu við sjúklinga, stytta biðlista og auka skilvirkni heilbrigðiskerfisins, eins og fram kemur á vef Stjórnarráðsins.
Annað verkefnanna sem Heilsugæslan tengist í samstarfi við nýsköpunarfyrirtækið Skræðu fékk 9 milljóna króna styrk. Verkefnið miðar að því að innleiða sértæka hugbúnaðarlausn fyrir stafræn mælitæki og matslista, til greiningar og meðferðarmats á geð-, þroska- og hegðunarröskunum.
Heilsugæslan tekur einnig þátt í nýsköpunarverkefni með Nordverse Medical Solutions ásamt Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu sem miðar að innleiðingu öruggari meðferða ávanabindandi lyfja. Verkefnið, sem var styrkt um 4 milljónir króna, hefur það að markmiði að bættu öryggi meðferða ópíóíða og benzódíazepíns.