Færri kvörtuðu til umboðsmanns

Embættið afgreiddi 556 mál á síðasta ári.
Embættið afgreiddi 556 mál á síðasta ári.

Kvörtunum til umboðsmanns Alþingis fækkaði lítillega á seinasta ári miðað við árið á undan og voru kvartanir alls 528 talsins samanborið við 570 á árinu á undan. Þetta kemur fram í samantekt umboðsmanns.

Afgreidd voru 556 mál á árinu sem er ívið meira en nam fjölda kvartana. Gaf umboðsmaður út álit vegna 61 máls, þar af 20 án tilmæla til stjórnvalda.

„Að meðaltali bárust umboðsmanni 44 kvartanir í mánuði í fyrra. Langflestar á fyrsta fjórðungi ársins eða um og yfir 60 í mánuði. Fæstar voru þær á þriðja ársfjórðungi, alls 105. Athygli vekur hve skarpt kvörtunum fjölgaði svo í desember frá næstu fimm mánuðum á undan. Þá bárust 49 en voru fæstar í júlí eða 31 sem er nákvæmlega sami fjöldi í þeim mánuði og árið á undan. Meðalfjöldi kvartana undanfarin þrjú ár er 546 en næstu fimm ár þar á undan voru þær 408 að meðaltali,“ segir í frétt á vef umboðsmanns.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert