Guðrún dómsmálaráðherra í mars

Guðrún Hafsteinsdóttir tekur við embætti í mars.
Guðrún Hafsteinsdóttir tekur við embætti í mars.

Guðrún Hafsteinsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi, kveðst munu taka við embætti dómsmála­ráðherra í mars, en sumir töldu að það gerðist ekki fyrr en eftir þinglok.

Þetta kemur fram í Dagmálum, streymi Morgunblaðsins á netinu, sem opið er öllum áskrifendum og birt er í dag, en þar er einkum fjallað um helstu verkefni Alþingis á vorþingi.

Í þættinum var minnst á að til stæði að Guðrún tæki við ráðherradómi á árinu, hugsanlega eftir þinglok. Guðrún sagðist vonast til þess að það gerðist fyrr, svo nánar var spurst fyrir um tímasetningna. „Loforðið var 18 mánuðum frá kosningum, það er í mars,“ svaraði Guðrún. Spurð hvort það yrði endilega dómsmálaráðuneytið, sem hún tæki við, jánkaði hún því. „Ég geri ekki ráð fyrir öðru.“ 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert