Áhorfið á Áramótaskaup sjónvarpsins var það mesta í mörg ár að sögn Valgeirs Vilhjálmssonar hjá RÚV.
Áhorfstölur bárust í gær var Gallup og meðaláhorf á hverja mínútu var 81% en auk þess hafa margir landsmenn horft á Skaupið og atriði úr skaupinu í spilaranum á ruv.is.
256 þúsund sinnum hefur skaupið verið spilað á ruv.is en á nýársdag voru um 150 þúsund spilanir.
Þegar atriðin hafa verið klippt niður þá hafa slík myndskeið fengið 83 þúsund spilanir. Þar er athyglisvert að lokalagið hefur verið mest spilað af stökum atriðum. Þar á eftir kemur upphafslagið og lögguatriðið svokallaða [þar sem áhugi á að kyssa lögreglumanninn sem Sigurjón Kjartansson lék var mælikvarði á samkynhneigð].
Þar á eftir kemur umtalað pokaatriði úr Bónus og í fimmta sæti er Félag Kanselaðra.