Missa stjórn á bifreiðum vegna illa skafinna gatna

Margir hafa lent í vandræðum í vetrarfærðinni.
Margir hafa lent í vandræðum í vetrarfærðinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það hefur aldrei verið jafn mikið að gera á einum vetri og í vetur. Ég man að ég sagði það nákvæmlega sama við ykkur á svipuðum tíma í fyrra,“ seg­ir Kristján Ö. Kristjáns­son, framkvæmda­stjóri árekstur.is, sem sinnir útköllum vegna umferðaslysa og -óhappa á höfuðborgarsvæðinu.

Kristján segir langflest óhöppin orsakast af þeim snjóþyngslum sem höfuðborgarbúar hafa þurft að þola undanfarnar vikur.

„Sólin er lágt á lofti en fyrir utan það þá erum við að lenda mikið í því að fólk missir stjórn á bílunum sínum í íbúðargötum vegna þess að göturnar eru illa skafnar. Svo er einn og einn að læðast á sumardekkjum inn á milli en langflestir eru vel dekkjum búnir.

Kristján segist merkja að ónegld vetrardekk færist í aukana en hann vill ekki meina að þau hafi einhver áhrif á fjölda óhappa.

„Nei, alls ekki. Ég vil ekki meina það.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka