Stór áfangi í uppbyggingu á Orkugarði

Fulltrúar Fjarðabyggðar og Fjarðaorku við undirritun samningsins á Reyðarfirði í …
Fulltrúar Fjarðabyggðar og Fjarðaorku við undirritun samningsins á Reyðarfirði í gær. Fyrir framan f.v., Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, Magnús Bjarnason, stjórnarformaður Fjarðaorku og Jón Sveinsson, lögfræðingur Fjarðabyggðar. Fyrir aftan f.v., Stefán Þór Eysteinsson, formaður bæjarráðs, Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir, forseti bæjarstjórnar, Kristinn Þór Jónasson bæjarfulltrúi og Þuríður Lillý Sigurðardóttir bæjarfulltrúi. Ljósmynd/Fjarðabyggð

Fjarðabyggð og Fjarðarorka, félag í eigu Copenhagen Infrastructure Partners (CIP) hafa undirritað lóðarleigusamning um lóð á Reyðarfirði undir rafeldsneytisverksmiðju. Um er að ræða fyrsta lóðarleigusamning á Austurlandi undir slíka starfsemi.

Lóðarleigusamningurinn var afgreiddur samhljóða í bæjarstjórn Fjarðabyggðar 28. desember. Samningstíminn er 35 ár frá 1. janúar 2026.

Um er að ræða 38 hektara lóð. Í verksmiðju Fjarðarorku er ætlunin að framleitt verði rafeldsneyti til notkunar í skipum og bifreiðum. Við þá framleiðslu verða til aukaafurðir, varmi og súrefni, sem verða nýttar til frekari verðmætasköpunar. Þar er einnig til skoðunar uppbygging á hitaveitu í Fjarðabyggð, eins og kemur fram í tilkynningu frá sveitarfélaginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka