Vara fólk við að vera á ferð á Brekknasandi

Björgunarsveitin Hafliði er í viðbragðsstöðu vegna ástandsins í Hafralónsá.
Björgunarsveitin Hafliði er í viðbragðsstöðu vegna ástandsins í Hafralónsá. Ljósmynd/Facebook Björgunarsveitin Hafliði

Björgunarsveitin Hafliði á Þórshöfn á Langanesi sendi frá sér tilkynningu í gærkvöld þar sem athygli fólks er vakin á krapastíflu í Hafralónsá og hugsanlegrar hættu á að hún bresti skyndilega. Við verstu mögulegu aðstæður getur þá verið varasamt að vera á ferð á Brekknasandi.

Krapastíflan hefur einangrað fjölskyldu á bæ einum í Þistilfirði í hátt í eina viku.

Karl Ásberg Steinsson, formaður Björgunarsveitarinnar Hafliða sagði í samtali við mbl.is að tilkynningin hafi verið send út í öryggisskyni þar sem mikil umferð geti verið um sandinn en um vinsælt útivistarsvæði er að ræða.

„Mér skilst að það sé hugsanlegt, þó það sé nánast ómögulegt, að áin geti rutt sig alla leið niður á sandinn. Við viljum fyrst og fremst að fólk sé meðvitað um stöðuna og allur er varinn góður.“

Björgunarsveitin Hafliði er í viðbragðsstöðu vegna ástandsins í Hafralónsá.

Krapastífla í Hafralónsá.
Krapastífla í Hafralónsá. Ljósmynd/Margrét Eyrún Níelsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert