Hafna með öllu að semja um sömu laun og SGS

Efling vill að sérstaða Eflingarfólks sé virt.
Efling vill að sérstaða Eflingarfólks sé virt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Efling hafnar því með öllu að semja um sömu launatöflu og félög Starfsgreinasambandsins (SGS) hafa samið um og krefst þess að sérstaða Eflingarfólks verði virt að fullu. Meðal annars vegna annarrar samsetningar starfa og annars starfsaldursmynsturs, sem og vegna hærri framfærslukostnaðar á höfuðborgarsvæðinu, að því er fram kemur í yfirlýsingu sem Efling sendi frá sér fyrir stundu.

Gerðar eru alvarlegar athugasemdir við málflutning í greinargerð með tilboði SA til Eflingar, sem lagt var fram þann 4. janúar síðastliðinn. Var Eflingu gefin vikufrestur til að undirrita kjarasamninginn til að fá hann afturvirkan til 1. nóvember. Ekki liggur fyrir hvenær næsti fundur samninganefndanna verður hjá ríkissáttasemjara.

Dregin upp villandi mynd

„Dregin er upp villandi mynd af launa- og kaupmáttarþróun á grundvelli SGS-samningsins. Horft er framhjá því að launatafla SGS félaga skilar meirihluta Eflingarfólks mun minni kjarabótum en landsbyggðarfélögum. Horft er framhjá því að kostnaðarmat SGS-samningsins er verulega ótraust sem mælikvarði á launakostnað Eflingarfólks. Verulegur munur á framfærslukostnaði á höfuðborgarsvæði og landsbyggð er sagður „ómálefnalegur“.

Bent er á að SA krefjist þess að samningur við Eflingu verði rammaður innan kostnaðarmats SA á SGS samningnum.

„Það kostnaðarmat er augljóslega á mjög veikum forsendum byggt, einkum hvað snertir ólíka dreifingu félagsmanna SGS og Eflingar á starfsaldursþrep. Sá samningur yrði mun ódýrari hjá fyrirtækjum þar sem Eflingarfólk starfar en hjá fyrirtækjum þar sem meirihluti SGS-félaga starfar. Það er því ekki hægt að byggja á því kostnaðarmati að óbreyttu.“

Launahækkanir stórlega ýktar

Í yfirlýsingu Eflingar segir jafnframt að í greinargerð SA sé búin til stórlega ýkt mynd af launhækkunum sem raktar séu til SGS samningsins. Taldar séu allar launahækkanir úr Lífskjarasamningi og þær lagðar saman við hækkanir í SGS samningum.

Sé tölurnar skoðaðar sé hins vegar „fráleitt“ að hinn nýi samningur geti náð sömu kaupmáttaraukningu fyrir alla og hafi náðst með Lífskjarasamningunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert