Reykjavíkurborg gaf öllu starfsfólki sínu inneignarkort í formi gjafakorta frá Landsbankanum að verðmæti 10.000 krónur í jólagjöf árið 2022. Heildarkostnaður við jólagjöfina er 121.200.000 krónur.
Tillaga borgarstjóra um jólagjöfina var samþykkt á fundi borgarráðs 10. nóvember sl. og færð í trúnaðarbók. Samþykktin var opinberuð á fundi borgarráðs sl. fimmtudag.
Í greinargerð með tillögu borgarstjóra, Dags B. Eggertssonar, segir að gildi jólagjafa sé margþætt. Með því sýni Reykjavíkurborg þakklæti sitt til starfsfólks í verki og skapi um leið jákvætt viðhorf starfsmanna gagnvart vinnustaðnum.
Slíkt sé mikilvægt, ekki síst á tímum þar sem skortur er á starfsfólki í ýmis störf og hörð samkeppni er um hæft starfsfólk.
Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.