Afhentu meintum geranda síma brotaþola

Löggumynd - lögregla
Löggumynd - lögregla Eggert Jóhannesson

Fyrir slysni lét lögregla karlmanni, sem grunaður er um kynferðisbrot gegn fyrrverandi stjúpdóttur sinni, síma hennar í hendur.

Lögreglan hefur beðist afsökunar og sömuleiðis bætt stúlkunni símann fjárhagslega. Ríkisútvarpið greinir frá.

Helga Baldvins Bjargardóttir, réttargæslumaður meints brotaþola, gagnrýnir verklag lögreglunnar og bendir á að lögreglu hafi mátt vera ljóst að síminn væri ekki í eigu sakbornings þar sem hann hafi verið skærlitur.

Segist hafa hent símanum

Stúlkan hefur ekki fengið símann til baka en fyrrverandi stjúpfaðir hennar segist hafa hent honum.

Helga segir málið valda stúlkunni kvíða þar sem maðurinn sé með aðgang að öllum gögnunum hennar og myndum.

Þá hefur faðir stúlkunnar farið fram á að gerð verði húsleit hjá fyrrverandi stjúpföðurnum en lögregla hefur ekki orðið við því.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert