Samninganefnd stéttarfélagsins Eflingar samþykkti einróma að senda gagntilboð til Samtaka atvinnulífsins (SA) á fundi sínum í dag. Vísir greindi fyrst frá.
Í síðustu viku lagði samninganefnd Samtaka atvinnulífsins fram kjarasamningstilboð til Eflingar. Tilboðið er samhljóða samningi SA og Starfsgreinasambandsins.
Efling hefur hins vegar hafnað því með öllu að semja um sömu launatöflu og félög Starfsgreinasambandsins (SGS) hafa samið um.