Anton Guðjónsson
Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, mun ekki veita viðtal vegna frummats Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (FME) þar sem fram kemur að Íslandsbanki kunni að hafa brotið gegn ákvæðum laga sem gilda um bankann og starfsemi hans, í söluferli bankans í mars.
Í skriflegu svari frá bankanum kemur fram að hvorki bankastjóri né aðrir starfsmenn muni tjá sig um málið fyrr en sáttaferli á milli bankans og FME er lokið. Óvíst er hvað það tekur langan tíma.
Í tilkynningu frá bankanum þar sem greint er frá frummati FME segir að stjórnendur bankans taki matinu alvarlega.