Ætla ekki að tjá sig fyrr en sáttaferli lýkur

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, mun ekki tjá sig um frummat …
Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, mun ekki tjá sig um frummat FME að svo stöddu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, mun ekki veita viðtal vegna frummats Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (FME) þar sem fram kemur að Íslands­banki kunni að hafa brotið gegn ákvæðum laga sem gilda um bank­ann og starf­semi hans, í sölu­ferli bank­ans í mars.

Í skriflegu svari frá bankanum kemur fram að hvorki bankastjóri né aðrir starfsmenn muni tjá sig um málið fyrr en sáttaferli á milli bankans og FME er lokið. Óvíst er hvað það tekur langan tíma.

Í tilkynningu frá bankanum þar sem greint er frá frummati FME segir að stjórnendur bankans taki matinu alvarlega.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka