Samtök Sameinuðu þjóðanna um ábyrga viðskiptahætti (e. UN Global Compact) hafa ráðið Auði Hrefnu Guðmundsdóttur sem svæðisstjóra fyrir Ísland.
Í tilkynningu segir að ráðning svæðisstjóra fyrir Ísland sé liður í því að auka áherslu á starfsemi UN Global Compact hérlendis. Íslensk fyrirtæki hafa tekið þátt í starfi UNGC frá árinu 2006.
Auður Hrefna starfaði áður hjá Landsbankanum á sviði fræðslu og þjálfunar og þar áður hjá Háskólanum í Reykjavík og Opna háskólanum. Hún er með ML gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og B.Ed. gráðu frá Háskóla Íslands.
„Heimurinn stendur á tímamótum og án aðkomu atvinnulífs að markmiðum um sjálfbærni verður litlum árangri náð. Við verðum að gera þetta saman og UN Global Compact er svo sannarlega góður vettvangur til að skerpa á sjálfbærnivegferð fyrirtækja,“ er haft eftir Auði Hrefnu.