Guja Sandholt, óperusöngkona og listrænn stjórnandi Óperudaga, segir að löngu sé tímabært að endurskoða styrkjaumhverfi Tónlistarsjóðs til tónlistarhátíða og stærri tónlistarverkefna. Segir hún þá óvissu sem einkenni kerfið leiða til „óbærilegs starfsumhverfis“ sem hún íhugi nú að kveðja eftir að hafa haldið hátíðina frá árinu 2016. Úthlutað var úr Tónlistarsjóði á föstudag fyrir verkefni fyrri hluta ársins 2023. Óperudagar hlutu ekki styrk þar sem hátíðin er á seinni hluta ársins en hafa þess kost að sækja um í sumar þegar aðeins örfáir mánuðir eru til stefnu.
„Við getum ekki sótt um styrki til þess að standa fyrir þessum hátíðum fyrr en í maí og fáum svör í júlí eða ágúst,“ segir hún en Óperudagar eru haldnir í október. Það þýði að hún geti hvorki ráðið starfshóp til að skipuleggja hátíðina né geti hún sýnt fram á tryggt íslenskt meðframlag í alþjóðlegum styrkumsóknum fyrr en í fyrsta lagi þegar það sé orðið of seint. Það hafi oftar en ekki verið raunin að stærstu styrkirnir komi frá útlöndum.
Þá séu tónlistarhátíðir bæði flóknar í skipulagningu og oftar en ekki hluti af alþjóðlegu samstarfi. Lítill fyrirvari sem þessi komi sér illa fyrir alla sem komi að verkefninu og sé ekki í samræmi við það sem tíðkast í löndunum í kring.
Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu.