Lægð á milli Íslands og Færeyja stýrir veðrinu

Vindakort af Íslandi þessa stundina. Sjá má lægðina á milli …
Vindakort af Íslandi þessa stundina. Sjá má lægðina á milli Færeyja og Íslands. Skjáskot

„Milli Íslands og Færeyja er víðáttumikil lægð, sem stýrir veðrinu um þessar mundir. Gengur á með norðanhvassviðri eða -stormi á norðvestanverðu landinu fram eftir degi, en dregur síðan smám saman úr vindi. Mun hægari norðanátt eystra,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofunni í morgun.

Þar segir að slydda eða snjókoma verði á norðanverðu landinu og sums staðar rigning við sjávarsíðuna, en skýjað og úrkomulaust að kalla syðra.

„Hiti yfirleitt kringum frostmark. Veðurviðvaranir vegna hvassviðris og hríðar eru í gildi fyrir Norðvesturland, Strandir, Vestfirði og Breiðafjörð fram á hádegi.“

Vegfarendur hvattir til að kanna færð vel

Þá eru vegfarendur hvattir til að kanna vel færð og spár áður en lagt er af stað.

„Norðan- og norðaustankaldi eða strekkingur á morgun og lítilsháttar snjókoma eða él norðantil, annars úrkomulaust að mestu, en líkur á að snjói um tíma syðst. Fer að kólna í veðri og búast má við harðnandi frosti er líður á vikuna.“

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert