Lélegur andi aðalvandi spítalans

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagði í samtali við mbl.is í gær að það væri rugl að Landspítalinn væri ekki vanfjármagnaður.

Kári sagðist þá ósammála Birni Zöega, formanni stjórnar Landspítalans, sem hélt fram í viðtali við Ríkisútvarpið að Landspítalinn væri með nægilegt fjármagn þó að ýmislegt mætti bæta. Að mati Kára eru alls konar vandamál innan spítalans og segir hann mikilvægt að finna lausn á vandamálunum fyrst og fjármagna lausnina síðan.

„Ég tek undir með fjármálaráðherra, ég tek undir með Birni og ég tek undir með Runólfi Pálssyni, forstjóra Landspítalans. Það eru mörg önnur vandamál sem eru brýnni og þarf að leysa áður en við veitum meira fé inn á spítalann,“ sagði Kári og nefndi sem dæmi skipulagsvanda, lélegan starfsanda og starfsmannavanda.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert