Mönnun starfa stærsta áskorunin

Bjarnheiður bendir þá á að kínverskir ferðamenn dreifi álaginu utan …
Bjarnheiður bendir þá á að kínverskir ferðamenn dreifi álaginu utan háannatíma sem sé jákvætt að hennar mati. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka atvinnulífsins, segir í samtali við Morgunblaðið að helsta áskorunin fyrir ferðamannaþjónustuna á árinu verði að fá nægilega marga starfsmenn til að sinna þjónustunni.

Hún bendir á að á sumum stöðum á landinu sé eftirspurn komin langt umfram framboð og að uppbókað sé í gistingu og ýmislegt fleira á mörgum stöðum.

Uppselt í margar vikur

„Ég myndi ekki segja að þjónustan sé að springa en það verður uppselt hérna margar vikur eða mánuði í sumar og er orðið það nú þegar á ákveðnum svæðum. Þar er ekki hægt að fá gistingu eða nokkurn skapaðan hlut,“ segir Bjarnheiður um ástandið. Að hennar sögn byrjuðu gistingar og önnur þjónusta að seljast upp í nóvember en það hefur ekki áður gerst svo snemma.

Bjarnheiður bendir þá á að kínverskir ferðamenn dreifi álaginu utan háannatíma sem sé jákvætt að hennar mati. „Yfirlýst markmið okkar er að lengja ferðatíma og auka ferðaþjónustu utan þessara fimm mánaða yfir sumartímann,“ segir hún og fagnar endurkomu kínverskra ferðamanna.

„Það uppfyllir markmið um að nýta betur fjárfestingar og eykur möguleika á nýjum fjárfestingum sem eru nokkuð margar í kortunum eins og fólk hefur kannski orðið vart við. Það sýnir aukna trú á atvinnugreininni.“

Hún segir mikla bjartsýni ríkja hjá þjónustuaðilum í ferðamannageiranum og að reiknað sé með metári hvað varðar ferðamannafjölda og tekjur.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka