Ósáttur við framgang Sinfóníunnar

Freyr Sig­ur­jóns­son þverf­laut­uleikari leggur flautuna brátt á hilluna.
Freyr Sig­ur­jóns­son þverf­laut­uleikari leggur flautuna brátt á hilluna. Ljósmynd/Guðrún Helgadóttir

Freyr Sig­ur­jóns­son þverf­laut­uleikari rekur sögu sína í viðtali í sunnudagsblaði Morgunblaðsins en í mars hyggst hann setjast í helgan stein eft­ir liðlega 40 ára starf við sin­fón­íu­hljóm­sveit­ina í Bil­bao á Spáni.

Í viðtalinu ræðir Freyr meðal annars um þau vonbrigði sem það olli honum þegar hann fékk ekki að flytja flautukonsert með Sinfóníuhljómsveit Íslands sem Jón Ásgeirsson tónskáld samdi fyrir hann.

Freyr mundar þverflautuna einbeittur á sinfóníutónleikum í Navarra á Spáni.
Freyr mundar þverflautuna einbeittur á sinfóníutónleikum í Navarra á Spáni.

„Hann samdi flottan flautukonsert fyrir mig um aldamótin og til stóð að ég kæmi heim til að spila verkið með Sinfóníuhljómsveit Íslands en ráðamenn sveitarinnar fundu því ekki stað í 18 ár. Biðinni löngu lauk loksins með því að flautukonsertinn var settur á dagskrá í janúar 2019 og ég hlakkaði óskaplega til þess að spila til heiðurs höfundinum, Jóni Ásgeirssyni, níræðum. Þá dundi sú ógæfa yfir að ég greindist með krabbamein í hálsi í aðdraganda tónleikanna,“ segir Freyr. 

Hann óskaði eftir því að flutningi flautukonsertsins yrði frestað en „um það var ekki að ræða, sem mér þótti mjög miður og reyndar illskiljanlegt,“ segir Freyr og heldur áfram:  

„Vona að það misskiljist ekki á nokkurn hátt þegar ég segi að enn situr í mér að ósk minni um að fresta þessum hluta tónleikanna hafi ekki verið sinnt. Flautukonsertinn var nú þrátt fyrir allt saminn fyrir mig og enn hef ég ekki fengið tækifæri til að flytja hann á heimavelli!“

Nánar í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert