Þrír jarðskjálftar af stærðinni tveir eða stærri mældust nærri Bárðarbungu í gær.
Sá stærsti, 3,3 að stærð, varð klukkan 18.01 í gær, 6,6 kílómetrum austsuðaustur af Bárðarbungu.
Sigríður Kristjánsdóttir, náttúruvársérfræðingur á vakt á hjá Veðurstofu Íslands, segir skjálftana í raun ekki stóra miðað við Bárðarbungu. Bárðarbunga sé virk eldstöð og þar skjálfi jörð reglulega eftir gosið árið 2014.