Útilaugin opnuð eftir mánaðarlokun

Enn eru heitir pottar og vaðlaug lokuð í Sundhöll Selfoss …
Enn eru heitir pottar og vaðlaug lokuð í Sundhöll Selfoss og einnig sundlaugin á Stokkseyri. mbl.is/Sigmundur Sigurgeirsson

Útilaug Sundhallar Selfoss var opnuð í dag eftir að hafa verið lokuð í rúman mánuð. Enn eru heitir pottar og vaðlaugar lokaðar á útisvæði. Sunnlenska greinir frá.

Aðgerðaáætl­un hjá Sel­fossveit­um var virkjuð 8. des­em­ber eft­ir að tjón varð á búnaði í bruna sem skerti orku­öfl­un og var Sundhöll Selfoss lokað sama dag.  Innisvæðið í sundhöllinni var opnað 11. desember og hefur verið opið síðan.

Veitustjóri Selfossveitna, Sigurður Þór Haraldsson, sagði í síðustu viku í samtali við mbl.is að opn­un úti­laug­ar­inn­ar væri ekki í sjón­máli og vonaðist hann til þess að ekki þyrfti að fara í frekari þjónustuskerðingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert