Andlát: Jónas Elíasson

Dr. Jónas Elíasson.
Dr. Jónas Elíasson.

Dr. Jón­as Elías­son, pró­fess­or emer­it­us, lést á líkn­ar­deild Land­spít­al­ans sunnu­dag­inn 8. janú­ar sl., 84 ára að aldri.

Jón­as fædd­ist á Bakka í Hnífs­dal 26. maí 1938 og var elst­ur fimm systkina. Hann út­skrifaðist sem stúd­ent frá Mennta­skól­an­um á Ak­ur­eyri 1956 og lauk fyrri­hluta­prófi frá Verk­fræðideild Há­skóla Íslands árið 1959. Hann lauk MS-prófi (cand. polyt.) frá DTH (nú DTU) í Kaup­manna­höfn 1962 og doktors­prófi (lic. techn.) frá sama há­skóla árið 1973.

Jón­as vann sem sér­fræðing­ur hjá La­boratoriet for Hav­ne­bygn­ing 1962-1964 í Kaup­manna­höfn og sem lektor við DTH 1970-1973. Árin 1964-1965 starfaði Jón­as hjá Vita- og hafna­mála­skrif­stof­unni og Raf­orku­mála­skrif­stof­unni 1965-1970. Að doktors­prófi loknu 1973 var hann ráðinn pró­fess­or við Verk­fræði- og raun­vís­inda­deild og starfaði við Há­skóla Íslands fram að eft­ir­laun­um árið 2008, utan ár­anna 1985-1987 þegar hann var aðstoðarmaður iðnaðarráðherra. Eft­ir að Jón­as fór á eft­ir­laun 2008 var hann rann­sókna­pró­fess­or við Jarðskjálftamiðstöð Há­skóla Íslands á Sel­fossi, kenn­ari við RES – Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og pró­fess­or við Kyoto-há­skóla í Jap­an. Hann var leiðbein­andi fjölda doktors- og meist­ara­nema og átti mik­inn þátt í að byggja upp fræðasvið sitt við HÍ sem og að þróa nám við um­hverf­is- og bygg­ing­ar­verk­fræðideild.

Jón­as var alla tíð virk­ur í fé­lags­störf­um. Hann var meðal ann­ars formaður Nor­ræna vatna­fræðifé­lags­ins 1974-1976, sat í fram­kvæmdaráði Reykja­vík­ur­borg­ar 1978-1982 og hafn­ar­stjórn Reykja­vík­ur 1982-1993. Hann var m.a. formaður stjórn­ar Orku­stofn­un­ar 1985-1988 og stjórn­ar­formaður Jarðbor­ana á ár­un­um 1987-2000.

Af öðrum áhuga­mál­um Jónas­ar má nefna skák og bridds. Hann gegndi einnig ýms­um trúnaðar­störf­um inn­an Sjálf­stæðis­flokks­ins.

Jón­as kvæn­ist Ásthildi Erl­ings­dótt­ur (f. 1938, d. 1993) árið 1961 og sam­an eignuðust þau tvö börn; Helgu Guðrúnu og Erl­ing Elías. Eft­ir­lif­andi sam­býl­is­kona Jónas­ar er Krist­ín Erna Guðmunds­dótt­ir og eiga þau son­inn Guðmund Arn­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert