Einkaverkefni forsætisráðherra

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata.
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata. mbl.is/Kristinn Magnússon

Arn­dís Anna K. Gunn­ars­dótt­ir þingmaður Pírata seg­ir stór­merki­legt hve marg­ir hagi sér eins og eng­in vinna hafi verið lögð í nýju stjórn­ar­skrána á sín­um tíma.

Að henn­ar mati er þetta hrein van­v­irðing við þjóðina og kveðst hún hafa ým­is­legt að segja um áform Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra um að fá sér­fræðinga til að vinna grein­ar­gerðir um kafla stjórn­ar­skrár Íslands sem fjalla um Alþingi, dóm­stóla og mann­rétt­indi.

„Það væri nú til bóta ef rík­is­stjórn­in myndi byrja á því að leggja fram laga­frum­varp sem væri í sam­ræmi við stjórn­ar­skrána,“ seg­ir Arn­dís Anna og vís­ar þar í út­lend­inga­frum­varp Jóns Gunn­ars­son­ar dóms­málaráðherra.

„Við höf­um gagn­rýnt á þing­inu að hvergi í laga­setn­ing­ar­ferl­inu er nein út­tekt á því hvort laga­frum­varpið sam­ræm­ist nú­gild­andi stjórn­ar­skrá. Meiri­hlut­inn þver­neitaði því ít­rekað að láta gera út­tekt á því hvort frum­varpið stand­ist mann­rétt­inda­ákvæði stjórn­ar­skrár­inn­ar. Við feng­um ábend­ingu frá Mann­rétt­inda­stofn­un Há­skóla Íslands og líka frá aðila úti í bæ um málið. Það hefði að sjálf­sögðu átt að byrja á þeim enda fyrst.“

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka