„Þetta er grafalvarleg og þung staða“

Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari hefur áhyggjur af stöðunni.
Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari hefur áhyggjur af stöðunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segir stöðuna í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) grafalvarlega og hefur miklar áhyggjur af henni.

„Þetta er grafalvarleg og þung staða í þessum viðræðum. Það hafa komið fram tilboð, bæði frá Samtökum atvinnulífsins og síðan frá Eflingu, og ég geri ráð fyrir að þessi tilboð verði rædd, og síðan framhald á mögulegu samtali,“ segir Aðalsteinn í samtali við mbl.is.

Fundur hefur verið boðaðar með deiluaðilum klukkan 11 í húsakynnum ríkissáttasemjara en gagntilboð til Eflingar til SA, sem lagt var fram á sunnudag, rennur út klukkan 12 á hádegi.

Efling hefur frest til 11. janúar

Efling hefur hafnað með öllu að semja um sömu launatöflu og félög Starfsgreinasambandsins (SGS) hafa nú þegar samið um og vilja að sérstaða Eflingar verði virt að fullu í nýjum samningi. Efling hefur gefið út að verði tilboði þeirra hafnað, sem grundvelli frekari viðræðna, verði viðræðurnar lýstar árangurslausar og undirbúningur verkfallsaðgerða hafinn.

Tilboð sem SA gerði Eflingu í síðustu, og felur í sér samhljóða samning og SA gerði við SGS, er forsenda fyrir afturvirkni samningsins frá 1. nóvember síðastliðnum er sú að hann verði undirritaður í síðasta lagi 11. janúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka