Verður norðaustanátt næstu daga með éljum fyrir norðan en bjart með köflum sunnanlands að því er kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.
„Það dregur hægt úr ofankomu seint á morgun. Hiti fer lækkandi. Í dag verður hiti um frostmark en það verður 3 til 10 stiga frost annað kvöld.“
Þá spáir austanátt og dálitlum éljum á víð og dreif fram til laugardags, þá snýst í norðanátt með éljum norðanlands og bjart verður sunnan heiða. Áfram verður kólnandi veður, frost víða 10 til 20 stig, en aðeins mildara rétt við sjóinn.
„Eftir helgi er útlit fyrir norðlæga átt. Þurrt og yfirleitt bjart sunnan til en él fyrir norðan og austan. Hægt minnkandi frost.“