Gröfumaðurinn í ótímabundið leyfi

Skjáskot úr myndskeiðinu sem tekið var fyrr í kvöld.
Skjáskot úr myndskeiðinu sem tekið var fyrr í kvöld.

Gröfumaðurinn sem virðist sturta snjó yfir mann á myndskeiði sem er í dreifingu á netinu er farinn í ótímabundið leyfi.

Þetta staðfestir Ingibjörg Sigursteinsdóttir, mannauðsstjóri Óskataks, í samtali við mbl.is.

Óska eftir fundi með Strætó

„Við hjá Óskatak ehf. hörmum þetta atvik og erum að skoða málið. Okkar starfsmaður er farinn í ótímabundið leyfi og við munum óska eftir fundi með Strætó á morgun,“ segir Ingibjörg.

Atvikið átti sér stað í Kópavogi fyrr í kvöld en Ingibjörg segir óljóst hvað hafi gerst, annað en það sem sjáist á myndskeiðinu.

Fyrirhugaður fundur með Strætó sé meðal annars til að afla vitneskju um hvað átti sér stað, en ekki er vitað hvort maðurinn sem sturtað var yfir sé starfsmaður hjá Strætó eða ekki.

Uppfært:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert