Stjórn Eflingar fundar á morgun

Samninganefnd Eflingar.
Samninganefnd Eflingar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stjórn Eflingar mun funda á morgun klukkan 13, þar sem verkfallsboðun verður að öllum líkindum rædd. Þetta staðfestir Ólöf Helga Ad­olfs­dótt­ir, rit­ari Efl­ing­ar, í samtali við mbl.is.

Samn­inga­nefnd Efl­ing­ar sleit viðræðum sín­um við Sam­tök at­vinnu­lífs­ins í gær og undirbýr því samninganefndin verk­falls­boðun sem fé­lags­fólk kem­ur til með að greiða at­kvæði um.

Ólöf fékk ekki að sitja fund nefndarinnar í gærkvöldi sem var haldinn eftir að viðræðum var slitið. 

Hún segist ekki geta spáð fyrir um hvort verkfall verði samþykkt. Þá hefur Ólöf ekki upplýsingar um hvaða hópar myndu fara í verkfall. 

Ekki hefur náðst í Sól­veigu Önnu Jóns­dótt­ur, formann Efl­ing­ar, í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert