122% hækkun íbúðaverðs

Reykjavík.
Reykjavík. mbl.is/Árni Sæberg

Verð á íbúðarhúsnæði hefur hækkað meira á Íslandi en í nokkru öðru þeirra 30 Evrópulanda sem nýr samanburður Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, nær til.

Frá árinu 2010 til loka þriðja ársfjórðungs seinasta árs er hækkunin á Íslandi sögð hafa verið um 213%. Eistland er í öðru sæti þegar hlutfallslegar hækkanir eru bornar saman en þar hækkaði húsnæðisverðið um 199%. Í nokkrum löndum ríflega tvöfaldaðist verð á íbúðarhúsnæði á þessum tíma en það lækkaði í þremur Evrópulöndum.

Hækkanir síðustu tveggja til þriggja ára hér á landi vega þungt. Þannig hækkaði verðið á Íslandi um 58% frá 2015 til loka þriðja ársfjórðungs 2020 en frá 2015 til septemberloka í fyrra nam hækkunin 122% hér á landi.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert