Kynning á niðurstöðum og úthlutun úr verkefninu Samstarfi háskóla fer fram í dag frá klukkan 8:30-9:15 í Sykursalnum í Grósku.
Á kynningunni greinir ráðherra háskólamála, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, frá því hvaða samstarfsverkefni háskólanna fá fjármagn til að vinna saman að því að auka gæði og hagkvæmni í háskólastarfi, að því er segir í tilkynningu.
Samtals sóttu 48 verkefni um fyrir alls um 2,6 milljarða króna.
Hér má fylgjast með beinu streymi frá kynningunni: