Biðja fólk að skoða garða og geymslur

Modestas Ant­ana­vicius.
Modestas Ant­ana­vicius. Ljósmynd/Lögreglan

Lögregla biðlar til íbúa Borgarness og nágrennis að skoða nærumhverfi sitt, garða og geymslur vegna leitarinnar að Modestas Antanavicius.

Biður lögregla einnig fólk sem hefur myndavélakerfi við húsin sín um að skoða upptökur frá því síðastliðinn laugardag. Þessu greinir lögregla frá á Facebook-síðu sinni.

Modestas hefur verið saknað síðan á laugardag og sást síðast ganga inn í Olís í Borgarnesi. Ráðist var í umfangsmikla leit að Modestas í fyrradag sem stendur enn yfir. Þyrla Landhelgisgæslu hefur meðal annars verið notuð við leitina.

Lögregla biðlar til fólks að hafa samband við sig í síma 4440300 eða í síma 112 telji það sig búa yfir upplýsingum um hvarf Modestas.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert