Jógastöðin Sólir, sem er til húsa á Fiskislóð 53-55, hefur verið lokuð frá jólum vegna framkvæmda. Stefnt er að því að opna stöðina aftur um næstu mánaðamót.
„Við erum að bæta öll búningsherbergin, við erum setja saunu út og bæta útisvæðið okkar,“ segir Apríl Harpa Smáradóttir, framkvæmdastjóri Sóla, í samtali við mbl.is.
Félagið Invester ehf., í eigu Gunnars Henriks B. Gunnarssonar, keypti jógastöðina í ágúst. Samhliða kaupunum var Apríl Harpa ráðin framkvæmdastjóri.
Ásamt framkvæmdanna sem standa nú yfir mun stundatafla stöðvarinnar breytast. Áætlað er að fjölga viðburðum og bæta við tímum í pilates og movement.
„Við ætlum að beina okkur aðeins meira að því að vera heilsulind frekar en bara jógastöð,“ segir Apríl Harpa.