Aflífuðu búfénað bónda í fjarveru hans

Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Matvælastofnun (MAST) hefur svipt bónda á Suðurlandi vörslu allra gripa sinna og aflífað í fjarveru hans vegna veikinda.

Í tilkynningu á vef MAST segir að bóndinn hafi ekki fengið neinn til að sjá um gripina í fjarveru hans og því var það mat stofnunarinnar að ekki væri hægt að bíða með aðgerðirnar, þar sem gripirnir höfðu hvorki aðgang að vatni né fóðri. 

Nautgripir og hross voru send til slátrunar en sauðfé og hænur aflífuð og þeim fargað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert