Hornafjörður tekur á móti átta flóttamönnum

Nichole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og …
Nichole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, og Erla Björg Sigurðardóttir, félagsmálastjóri sveitarfélagsins Hornafjarðar. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Skrifað var undir samning í dag um að sveitarfélagið Hornafjörður muni taka á móti átta flóttamönnum á árinu.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Erla Björg Sigurðardóttir, félagsmálastjóri sveitarfélagsins Hornafjarðar og Nichole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs, undirrituðu í dag samninginn um samræmda móttöku flóttafólks, að því fram kemur í tilkynningu frá Stjórnarráðinu.

Samræmd móttaka flóttafólks nær til fólks sem fengið hefur alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða hér á landi. Markmiðið er að tryggja flóttafólki samfellda og jafna þjónustu óháð því hvaðan það kemur og í hvaða sveitarfélagi það sest að. 

Þetta er fimmti samningurinn sem undirritaður er um samræmda móttöku flóttafólks á skömmum tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert