F-35 þotur sjá um eftirlit við Íslandsstrendur

F-35-þota norska flughersins.
F-35-þota norska flughersins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins (NATO) við Íslandsstrendur hefst á mánudaginn með komu flugsveitar norska flughersins. Ráðgert er að gæslunni ljúki um miðjan febrúar.

Þetta er í sjöunda sinn sem Norðmenn taka þátt í verkefninu á Íslandi fyrir NATO en norski flugherinn var hér síðast við eftirlit árið 2021.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. 

Fjórar F-35 orrustuþotur og 80 liðsmenn norska flughersins koma til landsins á mánudaginn.

Flugsveitin verður með aðsetur á öryggissvæði Keflavíkurflugvallar en þar dvelja einnig flugsveitir aðildarríkja NATO við kafbátaeftirlits.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert