22,6 stiga frost í Upptyppingum

Upptyppingar eru fremst til vinstri á myndinni. Þar fór frost …
Upptyppingar eru fremst til vinstri á myndinni. Þar fór frost í 22,6 stig. mbl.is/Una Sighvatsdóttir

22,6 stiga frost mældist í Upptyppingum á austurhálendi, í Ódáðahrauni vestan Krepputungu í dag.

Er það mesta frost sem hefur mælst á landinu í dag en frost fór þá einnig yfir 20 stig víðar á hálendinu, í 20,3 stig í Kárahnjúkum og 20,1 stig í Veiðivatnahrauni. Frost á landinu öllu var í dag á bilinu 5 til 20 stig.

Akstursskilyrði gætu orðið slæm á Austfjörðum

Á morgun er útlit fyrir þurrt og bjart veður, en skýjað með köflum og sums staðar skafrenningur austanlands.

Þar hefur þegar snjóað töluvert og hvessir á Austfjörðum þegar líður á daginn, sem gæti valdið slæmum akstursskilyrðum, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Þá fer veður kólnandi í Reykjavík á morgun og verður frost á bilinu 9 til 11 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert