Skýrsla starfshóps um happdrætti, sem skipaður var af þáverandi dómsmálaráðherra 2021, skilaði af sér skýrslu 1. desember sl. sem birt var í gær. Athygli vekur að hún er eingöngu undirrituð af formanni starfshópsins, Sigurði Kára Kristjánssyni lögmanni, og Árna Finnssyni lögmanni. Tvö sérálit fylgja með skýrslunni. Annars vegar frá Samtökum áhugafólks um spilafíkn og hins vegar frá fulltrúum happdrættisfyrirtækja á íslenskum happdrættismarkaði.
„Það komu fljótlega fram mjög mismunandi áherslur innan hópsins,“ segir Sigurður Kári, sem m.a. skýrist af þeim fjárhagslegu hagsmunum sem í húfi eru á spilamarkaði. Hans tillaga hafi verið sú að koma böndum yfir veðmálastarfsemi á netinu, sem í dag sé ólögleg, með því að skylda fyrirtæki sem þar starfa til að lúta landslögum, leyfum og eftirliti og tryggja með því m.a. að þessi starfsemi skili sköttum og skyldum til þjóðarbúsins. Mikið sé í húfi enda virðist Íslendingar eyða 10-12 milljörðum á erlendum veðmálasíðum á hverju ári.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.