Vel er fylgst með rennsli í Hvít á og Ölfusá núna en veðurfarslegar aðstæður hafa verið þannig undanfarna daga að líkur eru á að krapi og ís myndist á þeim.
Ísstífla sem myndaðist vestan við Laugadælu í gær er lítil og afrennsli er beggja vegna við hana. Állinn austan við eyjuna er alveg opinn og því lítill þrýstingur á þessa stíflu.
Í færslu lögreglunnar á Suðurlandi segir að reglulega sé fundað með sérfræðingum á Veðurstofu Íslands vegna ástandsins og að aðstæður víða í ánum hafi verið myndaðar.